Hamraskóli í fyrsta sæti í Lífshlaupinu

Ritað .

Hamraskóli var í fyrsta sæti í sínum flokki í Lífshlaupinu sem formlega lauk hjá grunnskólum í síðustu viku en sá flokkur telur skóla sem eru með 90-299 nemendur.   Lífshlaupið var formlega sett í Hamraskóla  4. febrúar með skemmtilegri dagskrá. Hamraskólakrakkar stóðu sig frábærlega og voru duglegir að hreyfa sig og skrá árangurinn.  Fulltrúum skólans var boðið  á verðlaunaafhendingu  í dag og tóku á móti gullskildi.  Innilega til hamingju, Hamarskólanemendur!!

Febrúarstærðfræði hjá 5. bekk

Ritað .

Í febrúarmánuði var áhersla á margföldun og deilingu í stærðfræðitímum hjá 5. bekk. Nemendur æfðu margföldunartöfluna meðal annars með því að búa til margföldunar- og deilingarspil. Sumir gerðu spilin sín þó enn fjölbreyttari og settu inn dæmi í samlagningu og frádrætti og voru með ýmsar þrautir sem auk þess. Áhugi og metnaður einkenndi nemendur í þessari vinnu og hugmyndaflug þeirra í tengslum þrautirnar var mjög litríkt og skemmtilegt. Eftir spilagerðina voru spilin síðan spiluð og nú á 5. bekkur safn af skemmtilegum stærðfræðispilum sem hægt er að grípa í.

Bekkjarkvöld hjá 5. GB

Ritað .

Þriðjudaginn 24. febrúar var bekkjarkvöld hjá 5. bekk. Nemendur, foreldrar og systkini spiluðu félagsvist en margir voru að stíga sín fyrstu skref í þessu spili. Samkeppnin var hörð og spennan mikil en allir skemmtu sér konunglega.