Vorsýning Hamraskóla 2016

þann .

Nemendur og kennarar efndu til sýningar á verkefnum nemenda. Á sýningunni mátti sjá afrakstur af vetrarstarfi nemenda í öllum árgöngum skólans. Nemendur, foreldrar, systkini, afar og ömmur komu og sáu hvernig nemendur hafa nýtt sköpunargleði sína.

Á sýningunni mátti t.d. sjá rafbækur, myndasýningar, myndverk, ýmis ritunarverkefni og fleira. Opið var inn í allar kennslustofur á 2. hæð og í list.- og verkgreinastofum í kjallara. 

Yngri kór skólans tók nokkur lög og nemendur frá Tónskóla Björgvins spiluðu.

Nemendur 6. bekkjar voru með vöfflusölu í sal skólans í fjáröflunarskyni fyrir Reykjaferð næsta vor.

Við þökkum öllum sem mættu fyrir komuna og ánægjulegan dag.

Tónskóli Björgvins í Hamraskóla 2016-2017

þann .

Innritun nemenda vegna skólaársins 2016-2017 stendur yfir en henni lýkur sunnudaginn 12. júní.

Tónskóli Björgvins er sjálfstætt starfandi tónlistarskóli sem hóf samstarf við Hamraskóla haustið 2007. Kennslan fer fram á skólatíma, þannig að nemendur í einkatíma í hljóðfæraleik fá að fara út úr kennslustundum til að sækja tónlistartíma. Stundataflan er "rúllandi" þannig að nemandinn fer ekki alltaf út úr sama tímanum.

Kennt er á eftirtalin hljóðfæri: Blokkflautu (hóptímar fyrir 6 og 7 ára nemendur), píanó, gítar, trompet, harmoníku. Fyrirspurnir og námsumsóknir skal senda á netfangið    This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hafa samband í síma 861 1255.

Í námsumsókninni þurfa eftirfarandi upplýsingar að koma fram:

Nafn nemanda og kennitala, 

heimilisfang og póstnúmer, 

símanúmer og netfang, 

auk þess nafn forráðamanns. 

Einnig þarf að koma fram hvort nemandinn sækir um ½ nám (einn spilatími á viku) eða 1/1 nám (tveir spilatímar á viku).

Bestu kveðjur,

Björgvin Þ. Valdimarsson