6. GB á Landnámssýningu

Ritað .

Mánudaginn 5. október fór 6. bekkur í heimsókn á Landnámssýninguna 871+/-2 í Aðalstræti. Ferðin gekk mjög vel og við fengum frábært veður. Á sýningunni vakti landnámsskálinn verðskuldaða athygli en hann hefur varðveist mjög vel. Einnig vakti tölvugrafík af byggingu skálans og innviðum hans mikla athygli nemenda. Safnvörðurinn fræddi nemendur um það hvernig skálinn var uppbyggður, m.a. frá hlutverki langeldsins sem logaði alltaf bæði til að lýsa upp skálann og hita hann. Jafnframt fékkst hiti frá dýrunum sem geymd voru í öðrum enda skálans. Nemendur voru sérstaklega áhugasamir um þar hvar klósettið hefði verið og ýmsir grettu sig þegar safnvörðurinn sagði að það hefði líklega verið hjá dýrunum enda gerðu dýrin þarfir sínar þar sem þau voru geymd í enda skálans. Mikið var rætt um lyktina sem hlyti að hafa verið en einnig að fólkið hefði örugglega vanist henni enda ekki þekkt annað. Ýmislegt annað bar á góma eins og hvort fólk hefði átt sérstök náttföt og notað sápur. Eftir heimsóknina röltum við niður að Tjörn og borðuðum nesti. Sumir leyfðu svönunum og öndunum að bragða á nestinu sínu. Við sáum svan sem var með vanskapaðan háls og fundum mikið til með honum. Þegar við biðum eftir strætó á Lækjartorgi hittum við pabba Gunnhildar. Við rétt náðum svo að fá okkur hádegismat í skólanum áður en fyrri hópurinn fór í sund. Sannarlega skemmtilegur dagur.

Grunnskólamót KRR

Ritað .

 

     

Þessir hressu strákar úr 6 og 7 bekk tóku þátt i grunnskólamóti KRR, stóðu sig vel og voru skólanum til sóma.