Hamrahreystikeppni hjá 6. - 7. bekk

Ritað .

Við héldum íþróttahátíð og Hamrahreystikeppni hjá elstu nemendunum skólans í lok skóladags á föstudaginn.

Keppt var í Sippi, húlla hreystigripi upphífingum spretti kaðlaklifri og planka. Allir kepptu í einni grein sem þau fengu að velja sér. Síðan var keppt í blönduðum liðum í brennibolta og dodgeball og að lokum endað í stinger körfuboltakeppni.  Mjög skemmtileg og vel heppnuð samvera með heilbrigðum og hraustum krökkum.