Sumarfrí

Ritað .

Þann 10. júní var Hamraskóla slitið og lauk þar með skólaárinu 2015 - 2016. Við kvöddum 7. AR og óskum þeim velfarnaðar í framtíðinni um leið og við þökkum þeim fyrir samstarfið í vetur.

Hamraskóli verður settur 24. ágúst og hægt er að nálgast innkaupalista hér fyrir 1. bekk, 2. bekk, 3. bekk, 4. bekk, 5. bekk, 6. bekk og 7. bekk.

Við þökkum nemendum okkar kærlega fyrir veturinn og hlökkum til haustsins. Við óskum þess að þið hafið það sem best í sumarfríinu og vonum að þið nýtið það til lestrar, útiveru og samveru við vini og fjölskyldu.

Sumarkveðjur,

starfsfólk Hamraskóla.

Söngskóli Jóhönnu

Ritað .

Jóhanna Halldórsdóttir söngkona býður upp á söngtíma fyrir nemendur Hamraskóla í næsta vetur. Kennslan fer fram á skólatíma, þannig að nemendur fá að fara út úr kennslustundum til að sækja tímana. Hægt er að fá nánari upplýsingar hér.