Góð vika að baki

Ritað .

Líf og fjör færðist í skólann þegar börnin komu til starfa eftir sumarfrí og skólastarf nú komið vel af stað. Nemendur tóku vel undir í morgun í söng á sal og góð stemmning var í hópnum.

 

Tónskóli Björgvins innritun 2014

Ritað .

Tónskóli Björgvins í Hamraskóla fer nú að hefja starfsemi sína og mun hann starfa innan Hamraskóla eins og á síðastliðnum skólaárum. Þeir nemendur sem eru nú þegar búnir að sækja um nám í Tónskólanum veturinn 2014-2015 fá sent bréf með upplýsingum vegna innritunar á næstu dögum. Innritun verður í Hamraskóla miðvikudaginn 27. ágúst og fimmtudaginn 28. ágúst frá kl. 17:00 - 18:30 báða dagana.
Kennsla í Tónskólanum hefst mánudaginn 1. september samkvæmt stundaskrá.
Umsóknir vegna nýrra nemenda berist á netfangið: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Athugið! Upplýsingar um tónskólann er að finna á vefsíðunni: pianonam.is

Skólasetning 2014

Ritað .

Föstudaginn 22. ágúst verður skólasetning í Hamraskóla

1. - 4. bekkur kl. 9:00

5. - 7. bekkur kl. 10:00

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 25. ágúst.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Bestu kveðjur, starfsfólk Hamraskóla