Tónskóli Björgvins, innritun 2015-16

Ritað .

Tónskóli Björgvins í Hamraskóla

Innritun nemenda vegna skólaársins 2015-2016 stendur yfir en henni lýkur sunnudaginn 7. júní.

Tónskóli Björgvins er sjálfstætt starfandi tónlistarskóli sem hóf samstarf við Hamraskóla haustið 2007. Kennslan fer fram á skólatíma, þannig að nemendur í einkatíma í hljóðfæraleik fá að fara út úr kennslustundum til að sækja tónlistartíma. Stundataflan er "rúllandi" þannig að nemandinn fer ekki alltaf út úr sama tímanum.

Kennt er á eftirtalin hljóðfæri: Blokkflautu (hóptímar fyrir 6 og 7 ára nemendur), píanó, gítar, trompet, harmoníku. Fyrirspurnir og námsumsóknir skal senda á netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.   eða hafa samband í síma 861 1255.

Í námsumsókninni þurfa eftirfarandi upplýsingar að koma fram:

Nafn nemanda og kennitala, 

heimilisfang og póstnúmer, 

símanúmer og netfang, 

auk þess nafn forráðamanns. 

Einnig þarf að koma fram hvort nemandinn sækir um ½ nám (einn spilatími á viku) eða 1/1 nám (tveir spilatímar á viku).

Bestu kveðjur,

Björgvin Þ. Valdimarsson

Vorsýning 2015

Ritað .

sol      Vorsýning Hamraskóla 2015

Hin árlega vorsýning verður haldin miðvikudaginn 20. maí kl. 16:00 - 18:00.

Nemendur og kennarar efna þá til sýningar á verkefnum nemenda. Á sýningunni má sjá afrakstur af vetrarstarfi nemenda í öllum árgöngum skólans. Foreldrar, systkini, afar, ömmur eru velkomnir á sýninguna þar sem sjá má hvernig nemendur hafa nýtt sköpunargleði sína.

Á sýningunni má t.d. sjá rafbækur, myndasýningar, myndverk, ýmis ritunarverkefni og fleira. Opið verður inn í allar kennslustofur á 2. hæð og í list.- og verkgreinastofum í kjallara. 

Nemendur 6. bekkjar verða með vöfflusölu í sal skólans í fjáröflunarskyni fyrir Reykjaferð næsta vor. 

Hlökkum til að sjá ykkur.

krakkar

Reyklaus bekkur 7. AR

Ritað .

Samkeppninni Tóbakslaus bekkur meðal tóbakslausra 7., 8. og 9. bekkja í skólum landsins skólaárið 2014–2015 er lokið og liggja úrslit fyrir. Í ár tóku 240 bekkir víðsvegar um landið þátt í keppninni. Á skólaárinu þurftu bekkirnir að staðfesta fimm sinnum að þeir væru tóbakslausir og voru þá með í útdrætti um vinninga. Vinningarnir voru húfur frá 66° Norður en auk þess fengu allir þátttakendur pennaveski að gjöf.
10 bekkir frá 9 skólum sem sendu inn lokaverkefni unnu til verðlauna! Verðlaunaupphæðin nemur 5.000 krónum fyrir hvern skráðan nemanda í bekknum sem þeim er frjálst að ráðstafa að vild.

Við stolt af því að nemendur okkar í 7. bekk hlutu þar verðlaun fyrir leikna mynd sem þeir sendu inn í keppnina. Myndina má sjá hér að neðan.