Ást gegn hatri

Ritað .

Selma Björk Hermannsdóttir, 17 ára nemi í FG kom í skólann í dag og sagði frá reynslu sinni en hún hefur orðið fyrir miklu einelti. Boðskapur hennar og það hvernig hún hefur kosið að takast á við eineltið á erindi til okkar allra.

Hér eru myndir frá fyrirlestrinum í dag.

Hermann, faðir hennar hefur lagt áherslu á að byggja Selmu Björk upp og gera hana að sterkum einstaklingi sem hefur svo sannarlega skilað sér. Viðhorf þeirra er að mæta hatri með ást og finna til með þeim sem leggja í einelti. Hermann fer yfir þær leiðir sem hann nýtti sér í uppeldinu og hvernig þau feðgin tóku á vandamálinu. Erindi hans í kvöld þriðjudaginn 25. nóvember varðar okkur öll og því eru allir foreldrar hvattir til að mæta en feður eru sérstaklega velkomnir.

4. bekkur í textílmennt

Ritað .

Í textílmennt í 4. bekk eru nemendur að sauma bakpoka.

Í þessu verkefni læra þeir m.a. að sauma á saumavél, festa tölur og búa til vasa.

Ómissandi á bakpokanum er endurskinsmerkið sem sést vel á myndinni og viljum við minna ykkur á að nota endurskinsmerki núna í svartasta skammdeginu.

 

Slökkviliðið í heimsókn hjá 3. bekk

Ritað .

Slökkviliðið komu og heimsóttu 3. bekk og fræddu nemendur um eldvarnir.  Að fræðslu lokinni fóru allir út að skoða slökkviliðs- og sjúkrabíla og tæki og tól sem slökkviliðsmenn nota við vinnu sína. Allir voru glaðir og ánægðir með þessa heimsókn.